Öfga moggabloggara listi #6

Þar sem öfga hægri bloggararnir eru mun fleiri en ég hafði þorað að láta mér detta í hug hef ég ákveðið að setja þá fram í stafrófsröð héðan í frá.

Axel Axelsson, má finna á slóðinni http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/

Gísli Freyr Valdórsson, (bannar allar athugasemdir) má finna á slóðinni http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/

Guðmundur Jónas Kristjánsson, má finna á slóðinni http://zumann.blog.is/blog/zumann/

Gunnar Rögnvaldsson, má finna á slóðinni http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/

Gunnar Waage (læsir á alla sem eru honum ekki sammála), má finna á slóðinni http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/

Halldór Jónsson (einn helsti stuðningsdindill Gunnars I. Birgissonar), má finna á slóðinni http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/

Hannes Hólmsteinn Gissurarson (leyfir ekki athugasemdir), má finna á slóðinni http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/

Hjörtur J. Guðmundsson (bannar allar athugasemdir), má finna á slóðinni http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/

Jón Valur Jensson (ritskoðar eftir hentugleik og bannar málefnaleg andsvör), má finna á slóðinni http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/

Jón Björn Bragason, má finna á slóðinni http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/

Loftur Altice Þorsteinsson (læsir á alla sem eru honum ósammála), má finna á slóðinni http://altice.blog.is/blog/altice/

N.N. (nafnlaus en kallar sig pretikarinn), má finna á slóðinni http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/

Sigurður Jónsson (bloggar um Davíð sem hálfguð og hleypir ekki neinum athugasemdum í gegn sem ekki eru honum þóknanlegar), má finna á slóðinni http://sjonsson.blog.is/blog/sjonsson/

Sigurður Þorsteinsson, má finna á slóðinni http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/

Sigurjón Vigfússon (svo málefnalegur að hann kallar alla sem ekki eru honum sammála geðsjúklinga), má finna á slóðinni http://redlion.blog.is/blog/redlion/

Viðar Helgi Guðjohnsen (bannar allar athugsemdir), má finna á slóðinni http://vidargudjohnsen.blog.is/blog/vidargudjohnsen/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, má finna á slóðinni http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvað með alla ÖFGA-vinstri-bloggara eins og þig.  Þetta er sjúklegt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.9.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Andspilling

Ég er hvorki vinstir né hægri, bara misbýður stórlega hvernig hægra öfga liðið eins og þú hrósar hvort öðru og klappar á bakið við að styðja við spillingaröflin. ÞAÐ er sjúklegt.

Hef ekki orðið var við marga öfga vinstri bloggara hér annars. Ef þeir verða á vegi mínum þá er e.t.v. hægt að setja saman annan lista.

Andspilling, 28.9.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ha ha ha ha!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 00:18

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, hann er hvorki öfga vinstri né hægri - bara öfga vitlaus, greyið...

Ingvar Valgeirsson, 29.9.2009 kl. 10:20

5 Smámynd: Andspilling

Hvað ertu gamall Ingvar Valgeirsson 5 ára?

Andspilling, 29.9.2009 kl. 16:42

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nógu gamall til að benda þér á skort á greinamerkjum í spurningunni. Milli nafnsins míns og tölunnar 5 ætti að sjálfsögðu að vera komma ellegar bandstrik.

Þú gerir nákvæmlega sömu stafsetningar - og greinamerkjavillur og bloggvinur þinn, hann "Flinston" (ættarnafn Fred í þáttunum er "Flintstone").

Þið þjáist báðir af sömu útgáfunni af vægri lesblindu, líklega ógreindri.

Sami maðurinn, kannski?

Ingvar Valgeirsson, 30.9.2009 kl. 13:25

7 Smámynd: Andspilling

Nú ert af afhjúpa hversu heimskur þú ert í raun og slakur í íslenskunni að halda þessu greinamerkjabulli fram enda hvorki komma né þankastrik á milli töluorðsins fimm (5) og ára í þessari settningu.

Akkúrat svona afhjúpa fávitar sig! (eða mátti ég ekki setja upprópunarmerki þarna máli mínu til stuðnings samkvæmt arfa slakri íslenskukunnáttu þinni?)

Andspilling, 30.9.2009 kl. 17:55

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Híhíhíhí - þú ert uppspretta óteljandi hláturskasta á mínu heimili.

Ég var einmitt að benda þér á að greinamerkið vantaði, ekki að það væri til staðar í setningunni (en setning er einmitt bara með einu té-i, ekki tveimur eins og þú skrifar). Eins á greinamerkið að vera fyrir framan töluna, ekki aftan. Ekki nóg með að þú sért óskrifandi, þú skilur ekki heldur innihald textans sem þú lest.

Svo hefur þú ekki efni á að skjóta á íslenskukunnáttu fólks. Það eru fleiri stafsetningar- og málvillur á þessari bloggsíðu en öllum "öfgasíðunum" sem þú bendir á samanlagt.

Já - akkúrat svona afhjúpa fávitar sig. Til hamingju.

Ingvar Valgeirsson, 1.10.2009 kl. 08:36

9 identicon

Greyið Andspilling, hvað þú ert búinn að skíta í buxurnar. Prófaðu að lesa skrif þeirra sem kommenta áður en þú svarar.

Eftir að hafa borið þetta blogg saman við bloggið sem bassaleikarinn bendir á, flinston.blog.is, verð ég að segja að það læðist að manni grunur - þú átt aðeins einn bloggvin, og hann er jafnslæmur í stafsetningu og þú. Hverjar eru líkurnar?

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:58

10 Smámynd: Andspilling

hahahaha, heimskinginn reynir að klóra í bakkann með því að benda á innsláttarvillu. Sættuð þig við það að þú er hræðilega lélegur í íslensku og það er ekki neitt greinarmerki þarna og á ekki að vera.

En sama er mér gerðu þig að fífli áfram með því að halda þessu fram.

Andspilling, 1.10.2009 kl. 15:56

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þeir sem taldir eru upp á listanum hafa í það minnsta vakið athygli hér um all nokkra hríð fyrir stóryrði og einstrengislega fylgispekt við stjórnlyndan íhaldsforingja og/eða mjög öfgafulla þjóðernishyggju, og flestir þeirra fyrir að loka á skoðanaskipti.

Sumir með því að loka fyrir allar athugsemdir en aðrir fyrir að loka á alla sem andmæla þeim en þiggja samt klapp á bakið.

Sumir þeirra, og þar skilur algerlega á milli, hafa orðið góðir vinir mínir þó ég andmæli þeim. Ég kann vel við suma þeirra þegar ég hitti þá á förnum vegi þó við séum oft á öndverðum meiði -  t.d. Axel Axelsson.  - Ég virði fullkomlega rétt þeirra til að hafa aðrar skoðanir en ég. Hina sem þola ekki skoðanaskipti og andmæli við stóryrðin sín get ég illa virt.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.10.2009 kl. 23:58

12 Smámynd: Andspilling

Held þetta séu flest allir ágætis einstaklingar en þetta snýst ekki um það Helgi, þetta blogg mitt snýst um upplýsingaöflun og málsvara litla mannsins á þessu öfga hægrimannabloggi.

Andspilling, 3.10.2009 kl. 01:46

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mér finnst þetta gott framtak hjá þér og það vantar virkilega að menn standi saman gegn herskáu og siðlausu fótgönguliði einræðisherrans og liðsmanna hans. - Það er engin spurning um það.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.10.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband